Að skjóta sig í fótinn Kristján E. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun