Er nýr Landspítali of stór biti? Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 26. apríl 2013 06:00 Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun