Breytum stjórnmálum Páll Valur Björnsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun