Sjálfstæðið Þorsteinn Eggertsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar