Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra Borgþór S. Kjærnested skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar