Hefði nú Alþýðufylkingin verið til haustið 2008 Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 - hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
- hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna!
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar