Verðbólgubálið aukið Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun