Hvernig forsætisráðherra vilt þú? Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun