Við erum menningarþjóð Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar