"Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“ Herbert Snorrason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun