Skapandi greinar eða skapandi skattar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun