Regnboginn svíkur ekki Haraldur Ólafsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar