Hvað með okkur unga fólkið? Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun