Alþýðufylkingin og kosningarnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun