Handvalið lýðræði hjá Stöð 2 Eyþór Jóvinsson skrifar 23. apríl 2013 11:00 Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar!
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun