Sátt um að halda áfram Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar