Hefur ekki enn getað horft á ræðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 12:00 "Strákar eru svo fljótir að gleyma. Maður getur sagt hlutina beint út,“ segir Elsa Sæný. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér. Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00