Raunverulegir hagsmunir heimilanna Konráð Guðjónsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun