Fagmennska í þágu lýðræðis Friðrik Rafnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar