Jón eða séra Jón Hildur Sif Thorarensen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar