
Eru eftir hár í halanum?
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spyr ég þegar við erum komin vel á veg með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhagsmunaaflanna og upp sprettur Framsóknarmaddaman. Tví- ef ekki þríefld.
Það er skelfilegt að þeir sem sammála eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík. Auðvitað voru það vonbrigði að ná ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins í gegnum þingið. En það er lítil von að ná því nokkurn tíma í gegn ef þau sem það vilja hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekkert dekk spúlað með þeirri aðferð. Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem munu hagnast ef allt að tíu prósent atkvæða falla dauð vegna þess að nýju flokkarnir ná ekki fimm prósenta lágmarkinu sem þarf til að ná þingsæti.
Sérhagsmunaöflin munu ekki bara hagnast í kosningunum. Þau munu líka hagnast eftir kosningar þegar veiðigjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er 16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda áfram að nýta auðlindina okkar án þess að borga krónu fyrir. Það finnst Framsóknarmaddömunni og vinum hennar í Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál.
Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt sjálfum sér eða vinum sínum banka. Landsbankinn er búinn að gera upp við þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta strax hafið næstu umferð einkavinavæðingar.
Er það virkilega þetta sem við viljum? Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Það virðist ætla að verða svo eina ferðina enn.
Ólíkt skessunni sem varð að steini er hætta á að Framsóknarmaddaman og vinir hennar verði sprellandi kát og þjóðfélagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu. Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr hala mínum“!
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar