Eru eftir hár í halanum? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. apríl 2013 07:00 „Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna þegar þau komu að hinum ýmsu farartálmum. Strákurinn var á leiðinni heim, eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skessunnar.„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spyr ég þegar við erum komin vel á veg með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhagsmunaaflanna og upp sprettur Framsóknarmaddaman. Tví- ef ekki þríefld. Það er skelfilegt að þeir sem sammála eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík. Auðvitað voru það vonbrigði að ná ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins í gegnum þingið. En það er lítil von að ná því nokkurn tíma í gegn ef þau sem það vilja hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekkert dekk spúlað með þeirri aðferð. Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem munu hagnast ef allt að tíu prósent atkvæða falla dauð vegna þess að nýju flokkarnir ná ekki fimm prósenta lágmarkinu sem þarf til að ná þingsæti. Sérhagsmunaöflin munu ekki bara hagnast í kosningunum. Þau munu líka hagnast eftir kosningar þegar veiðigjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er 16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda áfram að nýta auðlindina okkar án þess að borga krónu fyrir. Það finnst Framsóknarmaddömunni og vinum hennar í Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál. Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt sjálfum sér eða vinum sínum banka. Landsbankinn er búinn að gera upp við þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta strax hafið næstu umferð einkavinavæðingar. Er það virkilega þetta sem við viljum? Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Það virðist ætla að verða svo eina ferðina enn. Ólíkt skessunni sem varð að steini er hætta á að Framsóknarmaddaman og vinir hennar verði sprellandi kát og þjóðfélagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu. Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr hala mínum“! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna þegar þau komu að hinum ýmsu farartálmum. Strákurinn var á leiðinni heim, eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skessunnar.„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spyr ég þegar við erum komin vel á veg með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhagsmunaaflanna og upp sprettur Framsóknarmaddaman. Tví- ef ekki þríefld. Það er skelfilegt að þeir sem sammála eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík. Auðvitað voru það vonbrigði að ná ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins í gegnum þingið. En það er lítil von að ná því nokkurn tíma í gegn ef þau sem það vilja hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekkert dekk spúlað með þeirri aðferð. Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem munu hagnast ef allt að tíu prósent atkvæða falla dauð vegna þess að nýju flokkarnir ná ekki fimm prósenta lágmarkinu sem þarf til að ná þingsæti. Sérhagsmunaöflin munu ekki bara hagnast í kosningunum. Þau munu líka hagnast eftir kosningar þegar veiðigjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er 16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda áfram að nýta auðlindina okkar án þess að borga krónu fyrir. Það finnst Framsóknarmaddömunni og vinum hennar í Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál. Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt sjálfum sér eða vinum sínum banka. Landsbankinn er búinn að gera upp við þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta strax hafið næstu umferð einkavinavæðingar. Er það virkilega þetta sem við viljum? Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Það virðist ætla að verða svo eina ferðina enn. Ólíkt skessunni sem varð að steini er hætta á að Framsóknarmaddaman og vinir hennar verði sprellandi kát og þjóðfélagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu. Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr hala mínum“!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun