Blessaðir peningarnir Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Sumir vilja meina að Ísland hafi byggst upp fyrir misskilning. Landnám hafi hafist á hlýindaskeiði og þar sem landið var gróið gat hér þrifist blómlegt mannlíf með menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum í klaustrum og miklum samskiptum við útlönd. Ísland var enginn útnári í menningarlegum skilningi enda hefðu Íslendingar ekki eignast jafn stórfengleg verk og Íslendingasögurnar við slíkar aðstæður. Velmegun, virðing fyrir listum og víðsýni skapaði forsendur fyrir slíkri sköpun. En það tók að kólna og trjágróður að minnka sem gerði það að verkum að Íslendingar gátu ekki smíðað skip og einangruðust. Þá reið hver pestin á fætur annarri yfir þjóðina og með þessu tapaðist þekking og reynsla. Í örvæntingu reyndi fólk að friða forlögin sem skapaði jarðveg fyrir hindurvitni og forheimskun. Íslendingar urðu ein fátækasta þjóð Evrópu og um langt skeið virðist fólk aðeins hafa hugsað um það eitt að tóra. Það segir sig sjálft að í örbirgð er hvorki hægt að skapa þekkingu né hafa áhyggjur af ofbeit eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á framtíðina. Uppblásturinn var því ekki bara landfræðilegur heldur líka menningarlegur. Í upphafi 20. aldar tók hagur Íslendinga svo nokkuð að vænkast með vélvæðingunni í Bretlandi sem gerði þjóðinni kleift að vélvæða skipin sín og nýta auðlindina hafið, sem fram til þess hafði aðallega verið til bölvunar þar sem svo ógnvænlegur fjöldi sjómanna drukknaði ár hvert. Heimsstyrjöldin síðari reyndist svo mikil blessun fyrir Íslendinga. Blessuð Marshall-aðstoðin sem Bandaríkjamenn veittu Evrópulöndum gerði þjóðinni svo kleift að byggja upp efnahagskerfi sitt og verða í raun sjálfstæð. Íslendingar þekkja því manna best hve mikilvægt það getur verið að hjálpa fólki að geta hjálpað sér sjálft. Þróunaraðstoð Íslendinga hefur að miklu leyti verið á því formi að hingað gefst nemum frá fátækum ríkjum kostur á að koma til að bæta við þekkingu sína sem svo nýtist í heimalandinu. Til dæmis hefur fjöldi nemenda útskrifast héðan úr Landgræðslu- og Sjávarútvegsskólanum. Þetta nám var greitt með þróunaraðstoð Íslendinga. Þekkingin gerir þjóðunum kleift að bjarga sér og í framtíðinni kaupa vörur af öðrum löndum. Íslendingar, sem er í nöp við þróunaraðstoð, geta ef til vill huggað sig við markaðslegu sjónarmiðin nú eða landkynninguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sumir vilja meina að Ísland hafi byggst upp fyrir misskilning. Landnám hafi hafist á hlýindaskeiði og þar sem landið var gróið gat hér þrifist blómlegt mannlíf með menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum í klaustrum og miklum samskiptum við útlönd. Ísland var enginn útnári í menningarlegum skilningi enda hefðu Íslendingar ekki eignast jafn stórfengleg verk og Íslendingasögurnar við slíkar aðstæður. Velmegun, virðing fyrir listum og víðsýni skapaði forsendur fyrir slíkri sköpun. En það tók að kólna og trjágróður að minnka sem gerði það að verkum að Íslendingar gátu ekki smíðað skip og einangruðust. Þá reið hver pestin á fætur annarri yfir þjóðina og með þessu tapaðist þekking og reynsla. Í örvæntingu reyndi fólk að friða forlögin sem skapaði jarðveg fyrir hindurvitni og forheimskun. Íslendingar urðu ein fátækasta þjóð Evrópu og um langt skeið virðist fólk aðeins hafa hugsað um það eitt að tóra. Það segir sig sjálft að í örbirgð er hvorki hægt að skapa þekkingu né hafa áhyggjur af ofbeit eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á framtíðina. Uppblásturinn var því ekki bara landfræðilegur heldur líka menningarlegur. Í upphafi 20. aldar tók hagur Íslendinga svo nokkuð að vænkast með vélvæðingunni í Bretlandi sem gerði þjóðinni kleift að vélvæða skipin sín og nýta auðlindina hafið, sem fram til þess hafði aðallega verið til bölvunar þar sem svo ógnvænlegur fjöldi sjómanna drukknaði ár hvert. Heimsstyrjöldin síðari reyndist svo mikil blessun fyrir Íslendinga. Blessuð Marshall-aðstoðin sem Bandaríkjamenn veittu Evrópulöndum gerði þjóðinni svo kleift að byggja upp efnahagskerfi sitt og verða í raun sjálfstæð. Íslendingar þekkja því manna best hve mikilvægt það getur verið að hjálpa fólki að geta hjálpað sér sjálft. Þróunaraðstoð Íslendinga hefur að miklu leyti verið á því formi að hingað gefst nemum frá fátækum ríkjum kostur á að koma til að bæta við þekkingu sína sem svo nýtist í heimalandinu. Til dæmis hefur fjöldi nemenda útskrifast héðan úr Landgræðslu- og Sjávarútvegsskólanum. Þetta nám var greitt með þróunaraðstoð Íslendinga. Þekkingin gerir þjóðunum kleift að bjarga sér og í framtíðinni kaupa vörur af öðrum löndum. Íslendingar, sem er í nöp við þróunaraðstoð, geta ef til vill huggað sig við markaðslegu sjónarmiðin nú eða landkynninguna.