Reimleikar í Reykjavík Kristinn Schram skrifar 12. apríl 2013 07:00 Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun