Vinstri menn og atvinnulífið Margrét K. Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2013 06:00 Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun