Nýtt Ísland þarfnast nýrra flokka Þórður Björn Sigurðsson skrifar 5. apríl 2013 09:15 Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar