Femínistar og farísear Friðrika Benónýs skrifar 21. mars 2013 06:00 Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í ósköpunum hægt er að túlka niðurstöður dómsins sem harmleik fyrir gerendurna. Einna mest sláandi er þó sú staðhæfing annars sakborninganna að hann hafi ekki vitað að hann væri að gera neitt rangt. Hvaðan fá ungir menn þá hugmynd að konur séu kynlífsleikföng til frjálsra afnota hverjum sem áhuga hefur? Því er auðsvarað. Sú hugmynd er gegnumgangandi í allri framleiðslu klámiðnaðarins sem gengur beinlínis út á það að sýna konur sem leikföng með þrjú op. Leikföng sem eiga enga ósk heitari en að hvaða karlmaður sem er fylli þau op með hverju því sem honum sýnist. Kynlífsfræðsla unglinga fer að mestu fram með klámáhorfi án eftirlits og sé tekið mið af þeirri mynd sem þar er brugðið upp verður það að teljast fullkomlega eðlileg ályktun drengja að ekkert sé rangt við það að nota lifandi konur sem kynlífsleikföng. Það skýtur því óneitanlega rammskökku við að sama fólk og fordæmir þá afstöðu fréttamiðla að leggja áherslu á eyðilagt líf drengjanna skuli æpa og veina yfir hugmyndum innanríkisráðherra varðandi hamlaðan aðgang að klámi. Hvaðan heldur þetta góða fólk eiginlega að það sem það kallar „nauðganamenningu" sé upprunnið? Og hvernig hefur það hugsað sér að uppræta þá menningu á meðan unglingar sækja alla sína vitneskju um kynlíf til klámiðnaðarins? Steininn tók þó úr í umræðunni í gær þegar forsvarskona Druslugöngunnar fullyrti í samtali við mbl.is að það að taka afstöðu með gerendunum og kenna fórnarlambinu um væri ekki vandamál hérlendis og að „sem betur fer virtust þau viðhorf sem þarna birtast ekki endurspegla viðhorf Íslendinga". Í hvaða heimi býr hún? Það er ekki ýkjalangt síðan að svipað mál setti íslenskt bæjarfélag á annan endann og fjöldi bæjarbúa skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við dæmdan nauðgara. Stundum gæti maður haldið að femínistar byggju í fílabeinsturni án glugga og hefðu enga hugmynd um hvað snýr upp eða niður á samfélaginu. Þetta er svo sannarlega ekki umræða sem gefur tilefni til þess að slá þjóðarsálina til riddara og berja sér á brjóst að hætti farísea. Potturinn er nákvæmlega jafnbrotinn hér og í öðrum vestrænum samfélögum. Og byrjunin á því að líma hann hlýtur að felast í bættri kynlífsfræðslu unglinganna og færri yfirlýsingum um eigið ágæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í ósköpunum hægt er að túlka niðurstöður dómsins sem harmleik fyrir gerendurna. Einna mest sláandi er þó sú staðhæfing annars sakborninganna að hann hafi ekki vitað að hann væri að gera neitt rangt. Hvaðan fá ungir menn þá hugmynd að konur séu kynlífsleikföng til frjálsra afnota hverjum sem áhuga hefur? Því er auðsvarað. Sú hugmynd er gegnumgangandi í allri framleiðslu klámiðnaðarins sem gengur beinlínis út á það að sýna konur sem leikföng með þrjú op. Leikföng sem eiga enga ósk heitari en að hvaða karlmaður sem er fylli þau op með hverju því sem honum sýnist. Kynlífsfræðsla unglinga fer að mestu fram með klámáhorfi án eftirlits og sé tekið mið af þeirri mynd sem þar er brugðið upp verður það að teljast fullkomlega eðlileg ályktun drengja að ekkert sé rangt við það að nota lifandi konur sem kynlífsleikföng. Það skýtur því óneitanlega rammskökku við að sama fólk og fordæmir þá afstöðu fréttamiðla að leggja áherslu á eyðilagt líf drengjanna skuli æpa og veina yfir hugmyndum innanríkisráðherra varðandi hamlaðan aðgang að klámi. Hvaðan heldur þetta góða fólk eiginlega að það sem það kallar „nauðganamenningu" sé upprunnið? Og hvernig hefur það hugsað sér að uppræta þá menningu á meðan unglingar sækja alla sína vitneskju um kynlíf til klámiðnaðarins? Steininn tók þó úr í umræðunni í gær þegar forsvarskona Druslugöngunnar fullyrti í samtali við mbl.is að það að taka afstöðu með gerendunum og kenna fórnarlambinu um væri ekki vandamál hérlendis og að „sem betur fer virtust þau viðhorf sem þarna birtast ekki endurspegla viðhorf Íslendinga". Í hvaða heimi býr hún? Það er ekki ýkjalangt síðan að svipað mál setti íslenskt bæjarfélag á annan endann og fjöldi bæjarbúa skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við dæmdan nauðgara. Stundum gæti maður haldið að femínistar byggju í fílabeinsturni án glugga og hefðu enga hugmynd um hvað snýr upp eða niður á samfélaginu. Þetta er svo sannarlega ekki umræða sem gefur tilefni til þess að slá þjóðarsálina til riddara og berja sér á brjóst að hætti farísea. Potturinn er nákvæmlega jafnbrotinn hér og í öðrum vestrænum samfélögum. Og byrjunin á því að líma hann hlýtur að felast í bættri kynlífsfræðslu unglinganna og færri yfirlýsingum um eigið ágæti.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun