Ábyrga og yfirvegaða lögreglu Ögmundur Jónasson skrifar 21. mars 2013 07:00 Hið gamalgróna félag Varðberg, sem lét mjög til sín taka á kaldastríðstímanum, fundaði í Þjóðminjasafninu í vikunni sem leið. Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fundinum á föstudag undir fyrirsögninni: „Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu.“ Og í undirfyrirsögn eru aðalatriðin í málflutningi aðalræðumannsins, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dregin saman á eftirfarandi hátt: „Stefán Eiríksson segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.“Á Varðbergi Þetta eru nokkuð sverar yfirlýsingar og væri fróðlegt að fá frekari skýringar frá lögreglustjóranum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og formaður stjórnar Varðbergs, tekur að vanda þátt í hræðsluáróðrinum og segir á vefsíðu sinni: „Ögmundur Jónasson stendur gegn þróun löggjafar í þessu efni, ekki megi veita heimildir til forvirkra rannsókna gagnvart hópum sem berjist fyrir ákveðnum skoðunum. Þetta viðhorf er vísasta leiðin til að skapa skjól fyrir öfgahópa sem svífast einskis til að vinna málstað sínum brautargengi.“ Til að útskýra aðeins bakgrunn þessarar umræðu þá er ákall um „forvirkar rannsóknarheimildir“ vanalega sett fram með vísan til þeirra heimilda sem leyniþjónustur hafa í nágrannaríkjunum. Sjaldnast er hins vegar greint hvað nákvæmlega á að felast í þessum heimildum hér á landi en þeir sem þær vilja láta ekkert tækifæri ónotað til að kalla eftir þeim. Þennan málflutning heyrum við frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar, auk fyrrverandi dómsmálaráðherra og stöku stjórnendum innan lögreglunnar.Alltaf sama viðkvæðið Ef vá steðjar að þá er lausn þessara aðila: Forvirkar rannsóknarheimildir! Sem dæmi má nefna að þegar fréttir bárust af glæpamanni sem talinn er hafa beitt tugi barna kynferðislegu ofbeldi voru viðbrögðin þau að lögreglan þyrfti frekari rannsóknarheimildir. Staðreyndin er hins vegar sú að þær heimildir sem þá var kallað eftir eru þegar fyrir hendi, að því gefnu að rannsókn beinist að manni sem grunaður er um alvarleg afbrot, í samræmi við þær meginlínur sem lagðar eru af Mannréttindadómstóli Evrópu. Þegar ráðist var í samhent átak til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi var viðkvæðið að átakið væri orðin tóm ef ekki fylgdu ótakmarkaðar rannsóknarheimildir lögreglu. Ég vildi hlusta á varnaðarorð lögreglunnar, einkum þeirra sem eru hófsamari í nálgun, og setti því af stað vinnu við samningu frumvarps sem var ætlað að koma til móts við óskir um heimildir vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og þá einmitt með því að tengja rýmri heimildir við það brot á hegningarlögum sem skipulögð brotastarfsemi er, m.ö.o. að láta lagaheimildir einskorðast við þá ógn sem var talin þeim til réttlætingar.Þörf á góðri dómgreind Slíkt frumvarp lagði ég fram á Alþingi. En nú bregður svo við að ýmsir telja fjarri því gagnlegt að fá slíkar rannsóknarheimildir, þær þyrftu að ná utan um fleiri óskilgreinda brotaflokka og heimila opnari túlkun. Þegar ekki er fallist á slíkt þá mæta fyrrgreindir málsvarar í fjölmiðla og á fundi hjá Varðbergi og segja að verði ekki farið að þeirra vilja þá verði hér framið hryðjuverk á næstu tíu árum og að skipulögð glæpastarfsemi færist út á göturnar. Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða um ókominn tíma en staðreyndin er sú að mörg ríki sem hafa þurft að þola hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi á götum úti, hafa lögreglu sem hefur víðtækar njósnaheimildir. Og enn fremur þá hefur innlent átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi þegar skilað ótvíræðum árangri. Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.Skýr og markviss lög Það frumvarp til breytinga á sakamálalögum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði til í erindi sínu hjá Varðbergi og rataði í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins var samið af Réttarfarsnefnd að minni ósk og liggur nú fyrir Alþingi. Þar eru gerðar tillögur um að skilgreina og skýra rannsóknarheimildir lögreglu sem krefjast dómsúrskurðar, s.s. til að hlera síma fólks eða nota eftirfararbúnað. Í stað þess að skírskota til tiltekins refsiramma brota sem viðkomandi er grunaður um að fremja eða að ríkir einka- eða almannahagsmunir séu fyrir hendi, eins og kveðið er á um í núgildandi lögum, skulu bæði þessi skilyrði vera til staðar en refsiramminn er þó færður úr átta árum í sex ár. Að auki fengist heimild til notkunar þessara rannsóknarúrræða ef um er að ræða mansal, skipulagða glæpastarfsemi, gróft ofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og nokkra aðra skilgreinda glæpi sem ekki flokkast undir þann refsiramma sem kveðið er á um í frumvarpinu en eru sannanlega alvarleg brot og ógn við samfélagið. Í greinargerð eru síðan skýrari skilgreiningar en nú er að finna í lögum og er þannig m.a. leitast við að skýra hvað átt er við með hugtökunum almannahagsmunir og einkahagsmunir. Hefur verið kallað eftir þessu um skeið, enda mikilvægt að rannsóknarheimildir lögreglu séu skýrar og að sem minnstu matskenndar.Þörf á málefnalegri umræðu Mikilvægt er að fá fram vel ígrundaða og málefnalega gagnrýni á þetta frumvarp. Hvaða alvarlegu brot eru það sem menn hafa áhyggjur af að gætu ekki fallið undir þennan ramma? Hvað er það í þessum breytingum sem talið er þrengja að lögreglu? Málefnaleg rök þurfa að vera fyrir því að beita svo íþyngjandi úrræðum sem símahlerun og notkun eftirfararbúnaðar eru. Menn verða að tala skýrt. Þegar störf lögreglu eru annars vegar er það skylda okkar allra að forðast hræðsluáróður og predikanir um patentlausnir sem hæglega gætu verið á kostnað mannréttinda. Við viljum ábyrga og yfirvegaða lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hið gamalgróna félag Varðberg, sem lét mjög til sín taka á kaldastríðstímanum, fundaði í Þjóðminjasafninu í vikunni sem leið. Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fundinum á föstudag undir fyrirsögninni: „Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu.“ Og í undirfyrirsögn eru aðalatriðin í málflutningi aðalræðumannsins, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dregin saman á eftirfarandi hátt: „Stefán Eiríksson segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.“Á Varðbergi Þetta eru nokkuð sverar yfirlýsingar og væri fróðlegt að fá frekari skýringar frá lögreglustjóranum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og formaður stjórnar Varðbergs, tekur að vanda þátt í hræðsluáróðrinum og segir á vefsíðu sinni: „Ögmundur Jónasson stendur gegn þróun löggjafar í þessu efni, ekki megi veita heimildir til forvirkra rannsókna gagnvart hópum sem berjist fyrir ákveðnum skoðunum. Þetta viðhorf er vísasta leiðin til að skapa skjól fyrir öfgahópa sem svífast einskis til að vinna málstað sínum brautargengi.“ Til að útskýra aðeins bakgrunn þessarar umræðu þá er ákall um „forvirkar rannsóknarheimildir“ vanalega sett fram með vísan til þeirra heimilda sem leyniþjónustur hafa í nágrannaríkjunum. Sjaldnast er hins vegar greint hvað nákvæmlega á að felast í þessum heimildum hér á landi en þeir sem þær vilja láta ekkert tækifæri ónotað til að kalla eftir þeim. Þennan málflutning heyrum við frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar, auk fyrrverandi dómsmálaráðherra og stöku stjórnendum innan lögreglunnar.Alltaf sama viðkvæðið Ef vá steðjar að þá er lausn þessara aðila: Forvirkar rannsóknarheimildir! Sem dæmi má nefna að þegar fréttir bárust af glæpamanni sem talinn er hafa beitt tugi barna kynferðislegu ofbeldi voru viðbrögðin þau að lögreglan þyrfti frekari rannsóknarheimildir. Staðreyndin er hins vegar sú að þær heimildir sem þá var kallað eftir eru þegar fyrir hendi, að því gefnu að rannsókn beinist að manni sem grunaður er um alvarleg afbrot, í samræmi við þær meginlínur sem lagðar eru af Mannréttindadómstóli Evrópu. Þegar ráðist var í samhent átak til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi var viðkvæðið að átakið væri orðin tóm ef ekki fylgdu ótakmarkaðar rannsóknarheimildir lögreglu. Ég vildi hlusta á varnaðarorð lögreglunnar, einkum þeirra sem eru hófsamari í nálgun, og setti því af stað vinnu við samningu frumvarps sem var ætlað að koma til móts við óskir um heimildir vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og þá einmitt með því að tengja rýmri heimildir við það brot á hegningarlögum sem skipulögð brotastarfsemi er, m.ö.o. að láta lagaheimildir einskorðast við þá ógn sem var talin þeim til réttlætingar.Þörf á góðri dómgreind Slíkt frumvarp lagði ég fram á Alþingi. En nú bregður svo við að ýmsir telja fjarri því gagnlegt að fá slíkar rannsóknarheimildir, þær þyrftu að ná utan um fleiri óskilgreinda brotaflokka og heimila opnari túlkun. Þegar ekki er fallist á slíkt þá mæta fyrrgreindir málsvarar í fjölmiðla og á fundi hjá Varðbergi og segja að verði ekki farið að þeirra vilja þá verði hér framið hryðjuverk á næstu tíu árum og að skipulögð glæpastarfsemi færist út á göturnar. Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða um ókominn tíma en staðreyndin er sú að mörg ríki sem hafa þurft að þola hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi á götum úti, hafa lögreglu sem hefur víðtækar njósnaheimildir. Og enn fremur þá hefur innlent átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi þegar skilað ótvíræðum árangri. Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.Skýr og markviss lög Það frumvarp til breytinga á sakamálalögum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði til í erindi sínu hjá Varðbergi og rataði í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins var samið af Réttarfarsnefnd að minni ósk og liggur nú fyrir Alþingi. Þar eru gerðar tillögur um að skilgreina og skýra rannsóknarheimildir lögreglu sem krefjast dómsúrskurðar, s.s. til að hlera síma fólks eða nota eftirfararbúnað. Í stað þess að skírskota til tiltekins refsiramma brota sem viðkomandi er grunaður um að fremja eða að ríkir einka- eða almannahagsmunir séu fyrir hendi, eins og kveðið er á um í núgildandi lögum, skulu bæði þessi skilyrði vera til staðar en refsiramminn er þó færður úr átta árum í sex ár. Að auki fengist heimild til notkunar þessara rannsóknarúrræða ef um er að ræða mansal, skipulagða glæpastarfsemi, gróft ofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og nokkra aðra skilgreinda glæpi sem ekki flokkast undir þann refsiramma sem kveðið er á um í frumvarpinu en eru sannanlega alvarleg brot og ógn við samfélagið. Í greinargerð eru síðan skýrari skilgreiningar en nú er að finna í lögum og er þannig m.a. leitast við að skýra hvað átt er við með hugtökunum almannahagsmunir og einkahagsmunir. Hefur verið kallað eftir þessu um skeið, enda mikilvægt að rannsóknarheimildir lögreglu séu skýrar og að sem minnstu matskenndar.Þörf á málefnalegri umræðu Mikilvægt er að fá fram vel ígrundaða og málefnalega gagnrýni á þetta frumvarp. Hvaða alvarlegu brot eru það sem menn hafa áhyggjur af að gætu ekki fallið undir þennan ramma? Hvað er það í þessum breytingum sem talið er þrengja að lögreglu? Málefnaleg rök þurfa að vera fyrir því að beita svo íþyngjandi úrræðum sem símahlerun og notkun eftirfararbúnaðar eru. Menn verða að tala skýrt. Þegar störf lögreglu eru annars vegar er það skylda okkar allra að forðast hræðsluáróður og predikanir um patentlausnir sem hæglega gætu verið á kostnað mannréttinda. Við viljum ábyrga og yfirvegaða lögreglu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun