Skoðun

Kæri kjósandi!

Árni Þorvaldur Jónsson skrifar
Taktu upplýsta afstöðu! Láttu ekki stjórnmálamenn, flokkslínur eða stofnanir segja þér hvað þér eigi að finnast um mikilvæg málefni. Þöggun er aldrei af hinu góða. Hvers vegna vilja til dæmis öfgafullir trúarhópar meina stúlkum að ganga í skóla?

Hvers vegna hafa einræðisherrar og öfgahreyfingar víða um heim og á öllum tímum stundað bókabrennur (nú síðast í Malí)? Hvers vegna reyna ríkjandi valdhafar sumra ríkja að takmarka aðgang að alnetinu og ritskoða efni þess? Jú, svarið er einfalt: Það er auðveldara að stjórna óupplýstum lýð! Hvers vegna reyna sumir að stöðva rannsókn og umfjöllun á afbrotum liðinnar tíðar og þagga niður í gagnrýnisröddum? Hvers vegna hvetja þeir kjósendur til að horfa fram á veginn og (þar með) hugsa minna um það sem á undan er gengið? Svarið er augljóst: Því minna sem við vitum og því fyrr sem við gleymum, þeim mun fyrr geta menn tekið upp fyrri iðju og endurtekið afbrotin.

Hvers vegna vilja sumir að við ljúkum ekki samningaviðræðum við Evrópusambandið? Er það ekki jafn augljóst? Þannig er auðveldara að segja okkur hvað okkur eigi að finnast, hvað við eigum að kjósa, ef við fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð.

Þessi afstaða er af sama meiði og mannsins sem þurfti að fá lánaðan tjakk til að geta skipt um dekk á bílnum sínum en gaf sér niðurstöðuna fyrir fram og hreytti framan í bóndann sem kom til dyra: „Þú getur bara átt þennan helv*&#$ tjakk sjálfur!? Erum við ekki í stöðu þessa manns“ Við þurfum ?að skipta um dekk á bílnum svo við getum ekið? fram veginn til betri tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna hvaða aðstoð við getum fengið til þess? Ekki getum við lyft bílnum með handafli og skipt um dekk um leið!

Ég er ekki í neinu framboði eða að mæla fyrir einhverri flokkslínu. Ég er einfaldlega að mæla fyrir framgangi skynseminnar, og því að fá að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×