Spennandi heimsókn Trausti Júlíusson skrifar 7. mars 2013 06:00 Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum. Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum.
Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira