Spennandi heimsókn Trausti Júlíusson skrifar 7. mars 2013 06:00 Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum. Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum.
Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira