Lagið fjallar ekki um lýsi Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær. Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær.
Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira