Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 06:30 Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. Fréttablaðið/Vilhelm Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira