Í fótspor meistarans 3. mars 2013 10:00 Yfirhafnirnar báru keim af hinni þekktu „Cocoon“-kápu Cristóbals Balenciaga. nordicphotos/getty Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira