Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk 23. febrúar 2013 09:00 Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenska afreksíþróttafólk séu tiltölulega lágir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn