Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kristján Hjálmarsson skrifar 19. febrúar 2013 11:00 Austurrískir ferðamenn. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember og desember í fyrra en árið áður. Mynd/Valli Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum. HönnunarMars Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira