Hvernig hlustar þú? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 18. febrúar 2013 06:00 Á námskeiði sem ég sótti í liðinni viku var hópnum skipt í pör og þeim fengin samtalsverkefni. Við fórum í hlutverkaleik og æfðum viðbrögð, mismikla nánd og misgóða hlustun. Viðmælandi minn átti að halda fram persónulegu markmiði en mitt hlutverk var að tjá efasemdir og andúð. Svo hófst samtalið og var dapurlegt. Svo skiptum við um hlutverk. Ég reyndi að halda fram málstað sem var mér mikilvægur en uppskar aðeins úrtölur og grettur. Þrátt fyrir leikinn fór ég að efast um gildi þess sem ég hélt fram. Svo fengum við nýtt verkefni, áttum ekki lengur að vera fúl og neikvæð heldur tjá hrifningu og stuðning. Við áttum að hvetja og hrósa. Þvílík breyting. Gleðin spratt fram og augun leiftruðu. Málin urðu ekki aðeins mikilvæg, heldur urðu samtölin skemmtileg. Í þessum hlutverkaleikjum fundum við vel hve afstaða viðmælenda hefur mikil og afgerandi áhrif. Hugsanir þutu um koll minn. Minningar um hópa sem kunnu jákvæð samskipti spruttu fram en líka um hópa sem liðu fyrir neikvæð samskipti. Það er hægt að draga úr fólki trú og sjálfstraust með líkamsbeitingu. Þegar fólk fitjar upp á nefið, snýr sér frá þeim sem það talar við eða fettir sig til að tjá yfirburði verður óöruggur viðmælandi hræddur. Svo er hægt að spúa eitraðri neikvæðni, streitu og óþolinmæði yfir fólk og fylgja svo eftir með niðrandi ummælum. En jákvæðni gerir hins vegar kraftaverk. Þau sem virða fólk stíga úr yfirburðastöðu niður á plan jöfnuðar og uppskera gjarnan opið og heiðarlegt samtal. Þau sem tala frá hjartanu tala til hjartans. Okkur leið fremur illa þegar við vorum að draga kjark úr fólki, rífa niður skoðanir þess og málstað. En það var gefandi og skemmtilegt að hrósa, hvetja og lofa. Þá varð gaman og samtalið varð lipurt. Hvernig væri nú að efna til einfaldra lífsleikniæfinga á heimilum, skólum og vinnustöðum? Allir, yngri og eldri, þurfa að vita í hverju jákvæð samskipti eru fólgin. Hvernig hlustar þú? Hvernig nánd temur þú þér? Afstaða fólks skiptir máli. Viðmælendur dauðans eru þau sem bara kvarta, draga niður og efla ekki. Það er engin ástæða til skjalls og yfirborðslegs hróss. En þegar tilefni er til má gjarnan segja: "Þetta er glæsilegt hjá þér. Þetta líst mér vel á.“ Þannig tala viðmælendur lífsins. Ertu einn af þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun
Á námskeiði sem ég sótti í liðinni viku var hópnum skipt í pör og þeim fengin samtalsverkefni. Við fórum í hlutverkaleik og æfðum viðbrögð, mismikla nánd og misgóða hlustun. Viðmælandi minn átti að halda fram persónulegu markmiði en mitt hlutverk var að tjá efasemdir og andúð. Svo hófst samtalið og var dapurlegt. Svo skiptum við um hlutverk. Ég reyndi að halda fram málstað sem var mér mikilvægur en uppskar aðeins úrtölur og grettur. Þrátt fyrir leikinn fór ég að efast um gildi þess sem ég hélt fram. Svo fengum við nýtt verkefni, áttum ekki lengur að vera fúl og neikvæð heldur tjá hrifningu og stuðning. Við áttum að hvetja og hrósa. Þvílík breyting. Gleðin spratt fram og augun leiftruðu. Málin urðu ekki aðeins mikilvæg, heldur urðu samtölin skemmtileg. Í þessum hlutverkaleikjum fundum við vel hve afstaða viðmælenda hefur mikil og afgerandi áhrif. Hugsanir þutu um koll minn. Minningar um hópa sem kunnu jákvæð samskipti spruttu fram en líka um hópa sem liðu fyrir neikvæð samskipti. Það er hægt að draga úr fólki trú og sjálfstraust með líkamsbeitingu. Þegar fólk fitjar upp á nefið, snýr sér frá þeim sem það talar við eða fettir sig til að tjá yfirburði verður óöruggur viðmælandi hræddur. Svo er hægt að spúa eitraðri neikvæðni, streitu og óþolinmæði yfir fólk og fylgja svo eftir með niðrandi ummælum. En jákvæðni gerir hins vegar kraftaverk. Þau sem virða fólk stíga úr yfirburðastöðu niður á plan jöfnuðar og uppskera gjarnan opið og heiðarlegt samtal. Þau sem tala frá hjartanu tala til hjartans. Okkur leið fremur illa þegar við vorum að draga kjark úr fólki, rífa niður skoðanir þess og málstað. En það var gefandi og skemmtilegt að hrósa, hvetja og lofa. Þá varð gaman og samtalið varð lipurt. Hvernig væri nú að efna til einfaldra lífsleikniæfinga á heimilum, skólum og vinnustöðum? Allir, yngri og eldri, þurfa að vita í hverju jákvæð samskipti eru fólgin. Hvernig hlustar þú? Hvernig nánd temur þú þér? Afstaða fólks skiptir máli. Viðmælendur dauðans eru þau sem bara kvarta, draga niður og efla ekki. Það er engin ástæða til skjalls og yfirborðslegs hróss. En þegar tilefni er til má gjarnan segja: "Þetta er glæsilegt hjá þér. Þetta líst mér vel á.“ Þannig tala viðmælendur lífsins. Ertu einn af þeim?
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun