Rakspíri úr íslenskum jurtum Álfrún Pálsdóttir skrifar 16. febrúar 2013 16:00 Snorri Jónsson ásamt Judith Orlishausen, hluthafa í fyrirtækinu þegar þau tóku á móti Red Dot-hönnunarverðlaununum fyrir þrjá líkjöra Reykjavik Distillery. "Það er mjög fín lína á milli þess að gera snafsa og gera ilmvatn," segir Snorri Jónsson hjá Reykjavík Distillery. Fyrirtækið setti nýverið á markað rakspíra unninn úr íslenskum jurtum. Rakspírinn ber nafnið Landi og kom fyrst á markað í Leifsstöð í haust. Nú má finna ilminn í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Kraumi og hefur honum verið vel tekið. Ilmvatnsgerðin er hliðarverkefni Snorra og Reyjavik Distillery sem hingað til hefur einbeitt sér að framleiðslu líkjöra og eimaðra snafsa úr íslensku hráefni. "Rakspírinn byggir á sömu hugmyndafræði á líkjörarnir okkar. Hann er unninn úr íslenskum jurtum á borð við kúmen, einiber, fjallagrös, bláber, rabarbara, sóley, trékvoðu og blóðberg. Við vildum vera trú upprunanum og notum raunverulegar ilmolíur, sem er orðið sjaldgæft nú til dags þar sem framleiðendur freistast til að nota gerviilm í ábataskyni," segir Snorri, sem fékk til liðs við sig frægan ilmhönnuð í verkið. "Fyrst ætluðum við að gera þetta allt sjálf en komumst að því að það eru djúp fræði á bak við ilmvatnsframleiðslu sem er ekki á allra færi. Þess vegna fengum við til liðs við okkur algeran gúru í þessum geira sem meðal annars sá um að hanna brúðkaupsilm í konunglega breska brúðkaupinu hjá Katrínu og Vilhjálmi." Nafn rakspírans, Landi, vekur athygli og segir Snorri að þeim hafi þótt nafnið þjóðlegt og flott með skemmtilega tengingu. "Nafnið er með gamansömum tóni og vísar í líkindin á milli áfengis og ilmvatns. Heimagerður Landi er, að okkar mati, líkur rakspíranum á þann hátt að báðir eru síður ákjósanlegir til drykkjar." Á næstunni er áætlað að rakspírinn Landi fáist á nokkrum fleiri stöðum á landinu og fari jafnvel í sölu erlendis í framtíðinni.Nafn rakspírans má tengja í líkindi milli áfengis og ilmvatns en framleiðsluferli beggja er í rauninni nauðalíkt. Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
"Það er mjög fín lína á milli þess að gera snafsa og gera ilmvatn," segir Snorri Jónsson hjá Reykjavík Distillery. Fyrirtækið setti nýverið á markað rakspíra unninn úr íslenskum jurtum. Rakspírinn ber nafnið Landi og kom fyrst á markað í Leifsstöð í haust. Nú má finna ilminn í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Kraumi og hefur honum verið vel tekið. Ilmvatnsgerðin er hliðarverkefni Snorra og Reyjavik Distillery sem hingað til hefur einbeitt sér að framleiðslu líkjöra og eimaðra snafsa úr íslensku hráefni. "Rakspírinn byggir á sömu hugmyndafræði á líkjörarnir okkar. Hann er unninn úr íslenskum jurtum á borð við kúmen, einiber, fjallagrös, bláber, rabarbara, sóley, trékvoðu og blóðberg. Við vildum vera trú upprunanum og notum raunverulegar ilmolíur, sem er orðið sjaldgæft nú til dags þar sem framleiðendur freistast til að nota gerviilm í ábataskyni," segir Snorri, sem fékk til liðs við sig frægan ilmhönnuð í verkið. "Fyrst ætluðum við að gera þetta allt sjálf en komumst að því að það eru djúp fræði á bak við ilmvatnsframleiðslu sem er ekki á allra færi. Þess vegna fengum við til liðs við okkur algeran gúru í þessum geira sem meðal annars sá um að hanna brúðkaupsilm í konunglega breska brúðkaupinu hjá Katrínu og Vilhjálmi." Nafn rakspírans, Landi, vekur athygli og segir Snorri að þeim hafi þótt nafnið þjóðlegt og flott með skemmtilega tengingu. "Nafnið er með gamansömum tóni og vísar í líkindin á milli áfengis og ilmvatns. Heimagerður Landi er, að okkar mati, líkur rakspíranum á þann hátt að báðir eru síður ákjósanlegir til drykkjar." Á næstunni er áætlað að rakspírinn Landi fáist á nokkrum fleiri stöðum á landinu og fari jafnvel í sölu erlendis í framtíðinni.Nafn rakspírans má tengja í líkindi milli áfengis og ilmvatns en framleiðsluferli beggja er í rauninni nauðalíkt.
Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira