Eitt örstutt dansspor Brynhildur Björnsdóttir skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Milljarður rís upp var yfirskrift alheimsviðburðar sem fór fram á fimmtudaginn í 193 löndum. Þá kom fólk saman og dansaði til stuðnings við fórnarlömb kynbundins ofbeldis og í andstöðu við að slíkt ofbeldi ætti sér stað. Ætlunin var að fyrir hverja eina konu sem hefði orðið fyrir ofbeldi sökum kyns síns myndi einn einstaklingur dansa, milljarður fyrir milljarð. Á Íslandi dansaði fólk um allt land, flestir samt sennilega í Hörpu þar sem 2.100 manns mættu og tjúttuðu í sig baráttuanda. En skiptir einhverju máli þótt 2.100 Íslendingar hittist hressir í hádeginu og dansi saman við skemmtileg lög í Hörpunni? Og jafnvel þó að um allan heim komi fólk saman á svipuðum tíma og dansi af fyrirframgefinni hugsjón og ástríðu – hvaða máli skiptir það? Er ekki enn verið að berja og nauðga, meiða og myrða fólk fyrir það að vera stelpur og konur? Er þetta ekki bara eins og þegar allir voru að planka, eitthvað trend sem er æðislega gaman að taka þátt í og geta sagt, ég var þar! Með góða glóð í hjartanu yfir því hvað var gaman? Komnir heim af stríðshrjáðum svæðum segja ljósmyndarar sögur af því þegar fólk kemur með látin börn sín og réttir þau að myndavélinni. Svo mikið er fólki í mun að aðrir viti af og viðurkenni þjáningar þeirra og aðstæður. Það að fólk hafi tekið sér tíma á fimmtudaginn, komið saman og tekið afstöðu skiptir gríðarlegu máli, þó ekki væri nema vegna samstöðunnar sem brotaþolar, sem tölfræðin telur líklegt að hafi einhverjir verið á staðnum, finna og upplifa. Ég var þar! Þegar Múrinn féll, þegar Mandela var látinn laus, á kvennafrídaginn 1975. Það skiptir máli að hafa verið þar, ef ekki í líkamanum þá í anda. Í aðgerðum felst afstaða. Með því að mæta og dansa sýndu dansararnir í Hörpu og dansfélagar þeirra um allan heim að þeim er ekki sama. Vitund um það að öðrum sé ekki sama skiptir þá sem verða fyrir óréttlæti og ofbeldi gríðarlega miklu máli. Þegar síðan nógu margir taka saman afstöðu með aðgerðum leiðir það óhjákvæmilega til fleiri aðgerða og smám saman munu þær skila árangri. Með því að dansa saman um að vera ekki sama er eitt skref tekið í átt til alls þess sem samstöðumáttur getur komið til leiðar: virkni, baráttu, hópeflis, hópþrýstings og þannig smám saman breytinga. Eitt dansspor í einu í átt að betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Milljarður rís upp var yfirskrift alheimsviðburðar sem fór fram á fimmtudaginn í 193 löndum. Þá kom fólk saman og dansaði til stuðnings við fórnarlömb kynbundins ofbeldis og í andstöðu við að slíkt ofbeldi ætti sér stað. Ætlunin var að fyrir hverja eina konu sem hefði orðið fyrir ofbeldi sökum kyns síns myndi einn einstaklingur dansa, milljarður fyrir milljarð. Á Íslandi dansaði fólk um allt land, flestir samt sennilega í Hörpu þar sem 2.100 manns mættu og tjúttuðu í sig baráttuanda. En skiptir einhverju máli þótt 2.100 Íslendingar hittist hressir í hádeginu og dansi saman við skemmtileg lög í Hörpunni? Og jafnvel þó að um allan heim komi fólk saman á svipuðum tíma og dansi af fyrirframgefinni hugsjón og ástríðu – hvaða máli skiptir það? Er ekki enn verið að berja og nauðga, meiða og myrða fólk fyrir það að vera stelpur og konur? Er þetta ekki bara eins og þegar allir voru að planka, eitthvað trend sem er æðislega gaman að taka þátt í og geta sagt, ég var þar! Með góða glóð í hjartanu yfir því hvað var gaman? Komnir heim af stríðshrjáðum svæðum segja ljósmyndarar sögur af því þegar fólk kemur með látin börn sín og réttir þau að myndavélinni. Svo mikið er fólki í mun að aðrir viti af og viðurkenni þjáningar þeirra og aðstæður. Það að fólk hafi tekið sér tíma á fimmtudaginn, komið saman og tekið afstöðu skiptir gríðarlegu máli, þó ekki væri nema vegna samstöðunnar sem brotaþolar, sem tölfræðin telur líklegt að hafi einhverjir verið á staðnum, finna og upplifa. Ég var þar! Þegar Múrinn féll, þegar Mandela var látinn laus, á kvennafrídaginn 1975. Það skiptir máli að hafa verið þar, ef ekki í líkamanum þá í anda. Í aðgerðum felst afstaða. Með því að mæta og dansa sýndu dansararnir í Hörpu og dansfélagar þeirra um allan heim að þeim er ekki sama. Vitund um það að öðrum sé ekki sama skiptir þá sem verða fyrir óréttlæti og ofbeldi gríðarlega miklu máli. Þegar síðan nógu margir taka saman afstöðu með aðgerðum leiðir það óhjákvæmilega til fleiri aðgerða og smám saman munu þær skila árangri. Með því að dansa saman um að vera ekki sama er eitt skref tekið í átt til alls þess sem samstöðumáttur getur komið til leiðar: virkni, baráttu, hópeflis, hópþrýstings og þannig smám saman breytinga. Eitt dansspor í einu í átt að betri heimi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun