Höfuðverkur Alex Ferguson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2013 06:30 Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann telst í dag vera einn allra besti knattspyrnumaður heims. Samsett mynd/Nordicphotos/Getty Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira