Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun