Hannar og framleiðir minnstu föt landsins Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Tamiko-fyrirburafötin eru í stærðum 38, 44 og 50 og sérhönnuð fyrir pínulítil börn sem þurfa að verja fyrstu dögum lífs síns tengd við vélar. Fréttablaðið/Anton "Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira