Kostnaður SFO alls 745 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Vincent Tchenguiz og Robert bróðir hans hafa farið fram á himinháar skaðabætur. MYND/Lucienne Sencier Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira