Eðlilegasti hlutur í heimi 2. febrúar 2013 06:00 Kynlíf er fallegt. Og gott. Stundum frábært, stundum minna frábært. Og yfirleitt algjört leyndarmál. Það er ekkert nýtt. Í gegnum aldirnar hefur losti jafnvel verið talinn til dauðasynda sem gætu brenglað sálarlífið með alvarlegum hætti. Á tuttugustu öld hætti lostinn, eða munúðlífið, að hafa svo alvarlegar afleiðingar, að mati samfélagsins. Engu að síður hélt kynlíf áfram að vera einkamál sem óviðeigandi er að tala um. Helst er að frætt sé um líffræðilega þáttinn en allir sem hafa stundað kynlíf vita að það snýst yfirleitt um svo ótalmargt fleira. Losti, þrá og munúð er eitthvað það allra sammannlegasta, og bráðnauðsynlegt fyrir viðgang tegundarinnar. Að einhvern tíma hafi það þótt góð hugmynd að loka á allar umræður, flutning á þekkingu milli kynslóða og þróun í sambandi við kynlíf á sér flóknar rætur sem verður ekki farið nánar út í hér. Að enn þann dag í dag megi ekki tala um kynlíf eins og góðan mat eða skemmtilega bíómynd er eiginlega alveg galið. Eitt það eðlilegasta í heimi er að vera forvitinn um kynlíf, einkum á unglingsárum. Eitt af því eðlilegasta í heimi er að leita sér upplýsinga um það. En ólíkt því sem gerist um aðra merka áfanga unglingsáranna, bílprófið eða ferminguna til dæmis, eru ennþá múrar skammar og blygðunar í kringum kynlíf, þannig að ólíkt fermingarundirbúningi og æfingaakstri ber þetta efni sjaldan á góma við matborðið. Foreldrarnir, sem kenndu barninu sínu að bursta tennurnar, borða hollan mat, fara snemma að sofa og svo ótalmargt annað sem felst í uppeldi, eiga helst ekki að tala við börnin sín um kynlíf. Og börnum er kennt að það sé óþægilegt, jafnvel vandræðalegt, að tala við foreldra sína um „svo viðkvæm mál" eins og kynlíf er stundum kallað. Þegar kemur að því að þessi grundvallarþörf í lífi hverrar manneskju lætur á sér kræla eru foreldrarnir síðasta fólkið sem hægt er að tala við. En ef þú getur ekki talað um viðkvæm mál við foreldra þína, við hvern áttu þá að tala? Undanfarna daga hef ég rætt við marga um verkefni sem er mér afar hjartfólgið, stuttmyndina Fáðu já (faduja.is) sem ég vann með kraftaverkasmiðunum vinum mínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Viðbrögðin við myndinni hafa verið ævintýri líkust en það sem mér þykir eiginlega vænst um af öllu var að heyra nemanda í tíunda bekk segja: „Loksins get ég talað við pabba og mömmu um kynlíf." Loksins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Kynlíf er fallegt. Og gott. Stundum frábært, stundum minna frábært. Og yfirleitt algjört leyndarmál. Það er ekkert nýtt. Í gegnum aldirnar hefur losti jafnvel verið talinn til dauðasynda sem gætu brenglað sálarlífið með alvarlegum hætti. Á tuttugustu öld hætti lostinn, eða munúðlífið, að hafa svo alvarlegar afleiðingar, að mati samfélagsins. Engu að síður hélt kynlíf áfram að vera einkamál sem óviðeigandi er að tala um. Helst er að frætt sé um líffræðilega þáttinn en allir sem hafa stundað kynlíf vita að það snýst yfirleitt um svo ótalmargt fleira. Losti, þrá og munúð er eitthvað það allra sammannlegasta, og bráðnauðsynlegt fyrir viðgang tegundarinnar. Að einhvern tíma hafi það þótt góð hugmynd að loka á allar umræður, flutning á þekkingu milli kynslóða og þróun í sambandi við kynlíf á sér flóknar rætur sem verður ekki farið nánar út í hér. Að enn þann dag í dag megi ekki tala um kynlíf eins og góðan mat eða skemmtilega bíómynd er eiginlega alveg galið. Eitt það eðlilegasta í heimi er að vera forvitinn um kynlíf, einkum á unglingsárum. Eitt af því eðlilegasta í heimi er að leita sér upplýsinga um það. En ólíkt því sem gerist um aðra merka áfanga unglingsáranna, bílprófið eða ferminguna til dæmis, eru ennþá múrar skammar og blygðunar í kringum kynlíf, þannig að ólíkt fermingarundirbúningi og æfingaakstri ber þetta efni sjaldan á góma við matborðið. Foreldrarnir, sem kenndu barninu sínu að bursta tennurnar, borða hollan mat, fara snemma að sofa og svo ótalmargt annað sem felst í uppeldi, eiga helst ekki að tala við börnin sín um kynlíf. Og börnum er kennt að það sé óþægilegt, jafnvel vandræðalegt, að tala við foreldra sína um „svo viðkvæm mál" eins og kynlíf er stundum kallað. Þegar kemur að því að þessi grundvallarþörf í lífi hverrar manneskju lætur á sér kræla eru foreldrarnir síðasta fólkið sem hægt er að tala við. En ef þú getur ekki talað um viðkvæm mál við foreldra þína, við hvern áttu þá að tala? Undanfarna daga hef ég rætt við marga um verkefni sem er mér afar hjartfólgið, stuttmyndina Fáðu já (faduja.is) sem ég vann með kraftaverkasmiðunum vinum mínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Viðbrögðin við myndinni hafa verið ævintýri líkust en það sem mér þykir eiginlega vænst um af öllu var að heyra nemanda í tíunda bekk segja: „Loksins get ég talað við pabba og mömmu um kynlíf." Loksins!
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun