Við Pálína tókum til í hausnum á mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Magnús Þór Gunnarsson. Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira