Borgað fyrir að hanga Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson fer út fyrir þægindarammann er hann býr sig undir hlutverk sótarans Berts í söngleiknum Mary Poppins. Fréttablaðið/pjetur "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst." Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst."
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira