Borgað fyrir að hanga Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson fer út fyrir þægindarammann er hann býr sig undir hlutverk sótarans Berts í söngleiknum Mary Poppins. Fréttablaðið/pjetur "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Guðjón, eða Gói eins og hann er kallaður, þarf meðal annars að steppa á hvolfi í sýningunni og fékk sérstakt flugbelti til þess að útfæra þá brellu. Gói hefur því eytt síðustu dögum í að hanga í bókstaflegri merkingu. "Ég hef nú haft það fyrir reglu að hanga ekki í vinnunni en nú fæ ég borgað fyrir það. Ég er sem betur fer ekki lofthræddur. Það er mikið um flug- og tæknibrellur í sýningunni sem gerir hana að miklu sjónarspili," segir Gói en flugbeltið svokallaða hefur verið notað í Spiderman-myndunum og af stórstjörnum á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie. "Jú, þetta er víst bæði Broadway- og Hollywood-vottað belti. Það eykur óneitanlega öryggistilfinninguna en það er búið að smíða sérstakt búr þar sem ég get æft mig í að dansa á hvolfi og hlið." Gói hefur tekið þátt í fjölmörgum dans- og söngleikjum síðustu árin. Hann viðukennir þó að hann hafi aldrei þurft að læra svona flókna og nákvæma dansrútínu áður. "Það mæðir mjög mikið á okkur Hönsu, Jóhönnu Vigdísi, sem leikur Mary Poppins. Við erum búin að vera á mjög stífum æfingum með Lee Proud danshöfundi og aðstoðarmanni hans, Anthony Whiteman. Steppið er einnig búið að vera glíma. Það er ekki beint dansstíll sem maður tekur á djamminu og ómögulegt að ljúga sig í gegnum það. Ef þú tekur vitlaust skref þá heyrist það. En það er búið að vera mjög gaman að læra að steppa og ég ætla klárlega að steppa í öllum sýningum hér eftir." Söngleikurinn Mary Poppins verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 22. febrúar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon sér um tónlistina. Gói heillaðist af sýningunni er hann sá hana í London fyrir sjö árum. "Ég man að ég sat alla sýninguna með hökuna í gólfinu og hugsaði með mér: "Ég ætla að leika Bert!" Svona geta draumar ræst."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira