Æskuvinkonur opna hönnunarvefverslun Sara McMahon skrifar 18. janúar 2013 06:00 Elva Hrund Ágústsdóttir rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. "Við höfum lengi talað um þetta og ákváðum loks að láta verða af því að stofna vefverslun í nóvember. Við seljum vörur sem eru heitar í hönnunarheiminum í dag en hafa hingað til ekki verið fáanlegar á Íslandi. Margar verslanir virðast selja sömu vörurnar og okkur langaði að koma með eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Elva Hrund Ágústsdóttir sem rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. Elva Hrund hefur verið búsett í Danmörku í átta ár og starfaði þar sem innanhússráðgjafi hjá hönnunarfyrirtækinu Muuto. Hún ætlar þó að flytja heim í febrúar til að geta betur sinnt Krúnk Living. Stella María er búsett hér á landi og rak áður barnafataverslunina Du pareil au même og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að verslunarrekstri. Elva Hrund segist finna fyrir auknum áhuga fólks á hönnunarvörum þrátt fyrir bágt efnahagsástand. Hún kann þó enga skýringu á því af hverju það er. "Það er líka kreppa í Danmörku og þó að fólk haldi að sér höndum þá er áfram góð sala á hönnunarvörum. Ég varð mjög vör við það á meðan ég vann hjá Muuto. Fólk lítur kannski á þetta sem fjárfestingu, Eggið hækkar til dæmis í verði með hverju árinu. Kannski er fólk líka farið að eyða meiri tíma heima hjá sér og vill því hafa fallegt í kringum sig.“ Krúnk Living er svokölluð lífsstílsverslun og þar eru meðal annars fáanlegar origami-ljósakrónur frá hollenska fyrirtækinu Studio Snowpuppe og púðar frá danska hönnunarfyrirtækinu BALlab. Stúlkurnar leggja mikla áherslu á að bjóða upp á gæðahönnun og segir Elva Hrund skandinavíska hönnun vera þar fremsta í flokki. "Skandinavísk hönnun er sér á parti þegar kemur að gæðum og notagildi. Vörurnar eru vel unnar og það er oft mikil saga á bak við þær, sem er gaman.“ Spurð út í framtíðaráform vinkvennanna segir Elva Hrund að draumurinn sé að opna verslun í framtíðinni. "Núna erum við bara að skoða hvernig landið liggur og erum að bæta við okkur merkjum. Við erum með svo mikið af hugmyndum að við erum í vandræðum með að velja úr þeim.“ Litríku Púðarnir frá BALlab eru á meðal þess sem fæst í Krúnk Living. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Við höfum lengi talað um þetta og ákváðum loks að láta verða af því að stofna vefverslun í nóvember. Við seljum vörur sem eru heitar í hönnunarheiminum í dag en hafa hingað til ekki verið fáanlegar á Íslandi. Margar verslanir virðast selja sömu vörurnar og okkur langaði að koma með eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Elva Hrund Ágústsdóttir sem rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. Elva Hrund hefur verið búsett í Danmörku í átta ár og starfaði þar sem innanhússráðgjafi hjá hönnunarfyrirtækinu Muuto. Hún ætlar þó að flytja heim í febrúar til að geta betur sinnt Krúnk Living. Stella María er búsett hér á landi og rak áður barnafataverslunina Du pareil au même og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að verslunarrekstri. Elva Hrund segist finna fyrir auknum áhuga fólks á hönnunarvörum þrátt fyrir bágt efnahagsástand. Hún kann þó enga skýringu á því af hverju það er. "Það er líka kreppa í Danmörku og þó að fólk haldi að sér höndum þá er áfram góð sala á hönnunarvörum. Ég varð mjög vör við það á meðan ég vann hjá Muuto. Fólk lítur kannski á þetta sem fjárfestingu, Eggið hækkar til dæmis í verði með hverju árinu. Kannski er fólk líka farið að eyða meiri tíma heima hjá sér og vill því hafa fallegt í kringum sig.“ Krúnk Living er svokölluð lífsstílsverslun og þar eru meðal annars fáanlegar origami-ljósakrónur frá hollenska fyrirtækinu Studio Snowpuppe og púðar frá danska hönnunarfyrirtækinu BALlab. Stúlkurnar leggja mikla áherslu á að bjóða upp á gæðahönnun og segir Elva Hrund skandinavíska hönnun vera þar fremsta í flokki. "Skandinavísk hönnun er sér á parti þegar kemur að gæðum og notagildi. Vörurnar eru vel unnar og það er oft mikil saga á bak við þær, sem er gaman.“ Spurð út í framtíðaráform vinkvennanna segir Elva Hrund að draumurinn sé að opna verslun í framtíðinni. "Núna erum við bara að skoða hvernig landið liggur og erum að bæta við okkur merkjum. Við erum með svo mikið af hugmyndum að við erum í vandræðum með að velja úr þeim.“ Litríku Púðarnir frá BALlab eru á meðal þess sem fæst í Krúnk Living.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira