Æskuvinkonur opna hönnunarvefverslun Sara McMahon skrifar 18. janúar 2013 06:00 Elva Hrund Ágústsdóttir rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. "Við höfum lengi talað um þetta og ákváðum loks að láta verða af því að stofna vefverslun í nóvember. Við seljum vörur sem eru heitar í hönnunarheiminum í dag en hafa hingað til ekki verið fáanlegar á Íslandi. Margar verslanir virðast selja sömu vörurnar og okkur langaði að koma með eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Elva Hrund Ágústsdóttir sem rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. Elva Hrund hefur verið búsett í Danmörku í átta ár og starfaði þar sem innanhússráðgjafi hjá hönnunarfyrirtækinu Muuto. Hún ætlar þó að flytja heim í febrúar til að geta betur sinnt Krúnk Living. Stella María er búsett hér á landi og rak áður barnafataverslunina Du pareil au même og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að verslunarrekstri. Elva Hrund segist finna fyrir auknum áhuga fólks á hönnunarvörum þrátt fyrir bágt efnahagsástand. Hún kann þó enga skýringu á því af hverju það er. "Það er líka kreppa í Danmörku og þó að fólk haldi að sér höndum þá er áfram góð sala á hönnunarvörum. Ég varð mjög vör við það á meðan ég vann hjá Muuto. Fólk lítur kannski á þetta sem fjárfestingu, Eggið hækkar til dæmis í verði með hverju árinu. Kannski er fólk líka farið að eyða meiri tíma heima hjá sér og vill því hafa fallegt í kringum sig.“ Krúnk Living er svokölluð lífsstílsverslun og þar eru meðal annars fáanlegar origami-ljósakrónur frá hollenska fyrirtækinu Studio Snowpuppe og púðar frá danska hönnunarfyrirtækinu BALlab. Stúlkurnar leggja mikla áherslu á að bjóða upp á gæðahönnun og segir Elva Hrund skandinavíska hönnun vera þar fremsta í flokki. "Skandinavísk hönnun er sér á parti þegar kemur að gæðum og notagildi. Vörurnar eru vel unnar og það er oft mikil saga á bak við þær, sem er gaman.“ Spurð út í framtíðaráform vinkvennanna segir Elva Hrund að draumurinn sé að opna verslun í framtíðinni. "Núna erum við bara að skoða hvernig landið liggur og erum að bæta við okkur merkjum. Við erum með svo mikið af hugmyndum að við erum í vandræðum með að velja úr þeim.“ Litríku Púðarnir frá BALlab eru á meðal þess sem fæst í Krúnk Living. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Við höfum lengi talað um þetta og ákváðum loks að láta verða af því að stofna vefverslun í nóvember. Við seljum vörur sem eru heitar í hönnunarheiminum í dag en hafa hingað til ekki verið fáanlegar á Íslandi. Margar verslanir virðast selja sömu vörurnar og okkur langaði að koma með eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Elva Hrund Ágústsdóttir sem rekur vefverslunina Krúnk Living ásamt æskuvinkonu sinni, Stellu Maríu Ármann. Elva Hrund hefur verið búsett í Danmörku í átta ár og starfaði þar sem innanhússráðgjafi hjá hönnunarfyrirtækinu Muuto. Hún ætlar þó að flytja heim í febrúar til að geta betur sinnt Krúnk Living. Stella María er búsett hér á landi og rak áður barnafataverslunina Du pareil au même og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að verslunarrekstri. Elva Hrund segist finna fyrir auknum áhuga fólks á hönnunarvörum þrátt fyrir bágt efnahagsástand. Hún kann þó enga skýringu á því af hverju það er. "Það er líka kreppa í Danmörku og þó að fólk haldi að sér höndum þá er áfram góð sala á hönnunarvörum. Ég varð mjög vör við það á meðan ég vann hjá Muuto. Fólk lítur kannski á þetta sem fjárfestingu, Eggið hækkar til dæmis í verði með hverju árinu. Kannski er fólk líka farið að eyða meiri tíma heima hjá sér og vill því hafa fallegt í kringum sig.“ Krúnk Living er svokölluð lífsstílsverslun og þar eru meðal annars fáanlegar origami-ljósakrónur frá hollenska fyrirtækinu Studio Snowpuppe og púðar frá danska hönnunarfyrirtækinu BALlab. Stúlkurnar leggja mikla áherslu á að bjóða upp á gæðahönnun og segir Elva Hrund skandinavíska hönnun vera þar fremsta í flokki. "Skandinavísk hönnun er sér á parti þegar kemur að gæðum og notagildi. Vörurnar eru vel unnar og það er oft mikil saga á bak við þær, sem er gaman.“ Spurð út í framtíðaráform vinkvennanna segir Elva Hrund að draumurinn sé að opna verslun í framtíðinni. "Núna erum við bara að skoða hvernig landið liggur og erum að bæta við okkur merkjum. Við erum með svo mikið af hugmyndum að við erum í vandræðum með að velja úr þeim.“ Litríku Púðarnir frá BALlab eru á meðal þess sem fæst í Krúnk Living.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning