Litrík saga öskubakka rakin í lokaritgerð 16. janúar 2013 07:00 Ritgerð um öskubakka Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun, fjallaði um öskubakka í lokaritgerð sinni.fréttablaðið/valli Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning