Orðlausir draumar um ástina, vorið og þig Arndís Þórarinsdóttir skrifar 18. janúar 2013 15:30 Hjartaspaðar. “Það er raunar alveg sérstakt, eftir sýninguna, að hugsa sér að hún hafi verið orðlaus, því orðin og tilfinningarnar blómstra í hugum áhorfenda þó að ekkert sé sagt á sviðinu,” segir gagnrýnandi. Mynd/ Aldís Fjóla Photography Leikhús. Hjartaspaðar. Höfundur: Leikhópurinn Skýjasmiðjan. Helstu hlutverk: Aldís Davíðsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Gaflaraleikhúsið. Það er hætt við að margir lesi lýsingu á Hjartaspöðum og ákveði að þetta sé ekki sýning við þeirra hæfi. Heilgrímur? Sýning sem er orðlaus með öllu? Og gerist á elliheimili? Hljómar mjög framandi og tormelt. Það væri þó grundvallarmisskilningur. Hjartaspaðar er ekki vitund tormeltara efni en orðlausa barnaefnið um Klaufabárðana, bara ennþá fyndnara og hefur að auki óvænta dýpt. Vonandi eiga sem flestir eftir að skella sér í Gaflaraleikhúsið og njóta þessarar sjarmerandi sýningar um tvo aldna kumpána sem eru sambýlingar á hjúkrunarheimili og nýja vistmanninn sem kveikir aldeilis í þeim báðum. Það er raunar alveg sérstakt, eftir sýninguna, að hugsa sér að hún hafi verið orðlaus, því orðin og tilfinningarnar blómstra í hugum áhorfenda þó að ekkert sé sagt á sviðinu. Eftir rúma klukkustund í salnum er áhorfandinn ofurmeðvitaður um allt það ósagða sem býr í þögninni, ekki bara í leikhúsinu heldur í lífinu sjálfu. Sagan er að sönnu dálítið rykkjótt, sum atriðin eru hreinræktað slappstikk en svo er meiri viðkvæmni og söguþráður inni á milli. En í samhenginu gengur þetta einhvern veginn allt saman upp, því svona er lífið, merking í bland við merkingarleysu. Grímur leikkonunnar Aldísar Davíðsdóttur eru alveg lygilegar. Þó að þær haggist aldrei virðast þær sífellt skipta svipbrigðum eftir þrautpældri líkamstjáningu leikaranna og því hvernig lýsing Sune Joenssen fellur á þær. Persónurnar munu lengi lifa í hugskotum áhorfenda. Fremst meðal jafningja voru Orri Huginn Ágústsson í hlutverki annars öldungsins og grímugerðarkonan Aldís, sem steig á svið í hlutverki nýja vistmannsins sem allt hverfist um. Orri Huginn hlýtur raunar að fá einhvers konar verðlaun fyrir óviðjafnanlega frammistöðu í ástaratriði með bara einum þátttakanda. Stefán Benedikt Vilhelmsson var líka góður í hlutverki hins gamlingjans, þótt líkamstjáning hans minnti að vísu stundum á ungan mann að leika ellibelg. Hlutverk starfsfólks hjúkrunarheimilisins voru í höndum Ernu Bjarkar Einarsdóttur, Klæmints H. Isaksen og Álfrúnar Gísladóttur og verða mjaðmahnykkir þeirrar síðastnefndu í hlutverki hjúkrunarfræðingsins lengi í minnum hafðir. Leikmyndin var látlaus en þjónaði hlutverki sínu ágætlega. Í orðlausri sýningu er tónlistin jafnvel stærri huti af upplifuninni en ella, en hér var hún var vel unnin og hrífandi, kom oft á óvart og stef Eggerts Hilmarssonar var dillandi skemmtilegt. Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir er lunkin við svona vinnu. Þarna er hún í essinu sínu og sýningin er algjör gullmoli. Þó að sögusviðið sé elliheimili er sagan í raun við hæfi allra sem komnir eru af yngsta stigi grunnskólans, öll fjölskyldan getur notið sýningarinnar og velt fyrir sér hlutskipti þeirra okkar sem eru svo lánsöm að eldast. Einungis eru fyrirhugaðar fjórar sýningar, en vonandi verður framhald þar á. Væri ekki líka gráupplagt að matreiða öldrunarheimilið Grafarbakka ofan í þá ferðamannafjöld sem hér er árið um kring? Niðurstaða: Óvenjuleg og heillandi leikhúsupplifun, bráðfyndin með hlýjum undirtónum. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús. Hjartaspaðar. Höfundur: Leikhópurinn Skýjasmiðjan. Helstu hlutverk: Aldís Davíðsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Gaflaraleikhúsið. Það er hætt við að margir lesi lýsingu á Hjartaspöðum og ákveði að þetta sé ekki sýning við þeirra hæfi. Heilgrímur? Sýning sem er orðlaus með öllu? Og gerist á elliheimili? Hljómar mjög framandi og tormelt. Það væri þó grundvallarmisskilningur. Hjartaspaðar er ekki vitund tormeltara efni en orðlausa barnaefnið um Klaufabárðana, bara ennþá fyndnara og hefur að auki óvænta dýpt. Vonandi eiga sem flestir eftir að skella sér í Gaflaraleikhúsið og njóta þessarar sjarmerandi sýningar um tvo aldna kumpána sem eru sambýlingar á hjúkrunarheimili og nýja vistmanninn sem kveikir aldeilis í þeim báðum. Það er raunar alveg sérstakt, eftir sýninguna, að hugsa sér að hún hafi verið orðlaus, því orðin og tilfinningarnar blómstra í hugum áhorfenda þó að ekkert sé sagt á sviðinu. Eftir rúma klukkustund í salnum er áhorfandinn ofurmeðvitaður um allt það ósagða sem býr í þögninni, ekki bara í leikhúsinu heldur í lífinu sjálfu. Sagan er að sönnu dálítið rykkjótt, sum atriðin eru hreinræktað slappstikk en svo er meiri viðkvæmni og söguþráður inni á milli. En í samhenginu gengur þetta einhvern veginn allt saman upp, því svona er lífið, merking í bland við merkingarleysu. Grímur leikkonunnar Aldísar Davíðsdóttur eru alveg lygilegar. Þó að þær haggist aldrei virðast þær sífellt skipta svipbrigðum eftir þrautpældri líkamstjáningu leikaranna og því hvernig lýsing Sune Joenssen fellur á þær. Persónurnar munu lengi lifa í hugskotum áhorfenda. Fremst meðal jafningja voru Orri Huginn Ágústsson í hlutverki annars öldungsins og grímugerðarkonan Aldís, sem steig á svið í hlutverki nýja vistmannsins sem allt hverfist um. Orri Huginn hlýtur raunar að fá einhvers konar verðlaun fyrir óviðjafnanlega frammistöðu í ástaratriði með bara einum þátttakanda. Stefán Benedikt Vilhelmsson var líka góður í hlutverki hins gamlingjans, þótt líkamstjáning hans minnti að vísu stundum á ungan mann að leika ellibelg. Hlutverk starfsfólks hjúkrunarheimilisins voru í höndum Ernu Bjarkar Einarsdóttur, Klæmints H. Isaksen og Álfrúnar Gísladóttur og verða mjaðmahnykkir þeirrar síðastnefndu í hlutverki hjúkrunarfræðingsins lengi í minnum hafðir. Leikmyndin var látlaus en þjónaði hlutverki sínu ágætlega. Í orðlausri sýningu er tónlistin jafnvel stærri huti af upplifuninni en ella, en hér var hún var vel unnin og hrífandi, kom oft á óvart og stef Eggerts Hilmarssonar var dillandi skemmtilegt. Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir er lunkin við svona vinnu. Þarna er hún í essinu sínu og sýningin er algjör gullmoli. Þó að sögusviðið sé elliheimili er sagan í raun við hæfi allra sem komnir eru af yngsta stigi grunnskólans, öll fjölskyldan getur notið sýningarinnar og velt fyrir sér hlutskipti þeirra okkar sem eru svo lánsöm að eldast. Einungis eru fyrirhugaðar fjórar sýningar, en vonandi verður framhald þar á. Væri ekki líka gráupplagt að matreiða öldrunarheimilið Grafarbakka ofan í þá ferðamannafjöld sem hér er árið um kring? Niðurstaða: Óvenjuleg og heillandi leikhúsupplifun, bráðfyndin með hlýjum undirtónum.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira