Sígild þungarokksplata Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2013 15:30 Dimma. Myrkraverk. Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu. Gagnrýni Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu.
Gagnrýni Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira